#menntaspjall um eTwinning í íslenskum skólum

Áhugafólk hvaðanæva af landinu sem og utan landsteinanna, hafa nýtt annan hvern sunnudag til þess að ræða menntamál á örbloggvefnum Twitter undir umræðumerkinu #menntaspjall (Hægt er að læra á #menntaspjall á 5 mínútum hér).

Þátttakan hefur verið framar vonum og var verkefnið tilnefnt til Foreldraverðlauna Heimilis og skóla s.l. vor.

Á sunnudaginn, 2. nóvember, kl. 11-12 fer fram #menntaspjall á örbloggvefnum Twitter um eTwinning áætlun Evrópusambandsins. eTwinning áætlunin styður rafrænt alþjóðlegt samstarf skóla í Evrópu. Íslenskt skólafólk hefur verið sérlega duglegt að taka þátt í eTwinning áætluninni og eru í dag skráð rúmlega 70 virk verkefni á Íslandi og eru rúmlega 300 skólar um allt land skráðir þátttakendur í áætluninni.

Gestastjórnandi að þessu sinni er Kristján Bjarni Halldórsson, eTwinning fulltrúi á Norðurlandi vestra og kennari við Fjölbrautaskóla Norðurlands vestra.

Spurningarnar sem verða lagðar fyrir þátttakendur eru:
1. Hvaða eTwinning verkefni hafa verið/eru í gangi í skólum ykkar?
2. Hversu vel fellur eTwinning að nýrri námskrá? (mjög áhugaverð spurning)
3. Hver er ávinningur af eTwinning fyrir kennara?
4. Hver er ávinningur af eTwinning fyrir nemendur?
5. Hverjar eru helstu hindranir fyrir þátttöku í eTwinning?
6. Hvernig mætti stuðla að betri miðlun og nýtingu þekkingar sem skapast af eTwinning?

Skjáumst á Sunnudaginn 5.október klukkan 11.00 á Twitter.

Ingvi Hrannar, Tryggvi Thayer og Kristján Bjarni


Ingvi Hrannar Ómarsson

Creator | Educator | Designer | Everything I produce is work in progress | Stanford Alumni in Learning, Design & Technology Twitter: @IngviOmarsson / @IngviHrannar

Leave a Reply

Your email address will not be published. Required fields are marked *