#menntaspjall um framtíðarógn: Eru skólar að hindra nauðsynlega menntun nemenda? (21.maí 2017)

Á sunnudag 21. maí kl 11-12 stýrir Lára Stefánsdóttir, skólastjóri Menntaskólans á Tröllaskaga, #menntaspjall’i um tæknibreytingar og menntun. Ör tækniþróun og áhrif hennar á menntun hefur oft borið á góma undanfarin ár. Þrátt fyrir það virðast menntastofnanir tregar til að laga sig að breyttum aðstæðum. Nú er svo komið að sumt skólafólk telur sig greina breytingaröldu framundan, ef hún er ekki þegar hafin, sem skólar eru illa undirbúnir til að takast á við. Hverjar eru þessar breytingar? Hvaða áhrif hafa þær á skóla og menntun? Hvernig eiga menntastofnanir að bregðast við?
1. Hvar fer gagnlegasta nám ungs fólks fram í dag?
2. Hvernig læra einstaklingar að þróa styrkleika sína?
3. Hvaða námsmatsaðferðir þarf að beita til að búa ungt fólk betur undir framtíð þeirra?
4. Hvaða faggreinar skipta mestu máli fyrir framtíð ungs fólks?
5. Hvernig starfsumhverfi eigum við að vera að búa nemendur okkur undir?
6. Hvernig störf verða til þegar vitvélar verða manninum snjallari?
Skjáumst í lokaspjalli skólaársins á sunnudaginn 21.maí kl.11.00 á Twitter.
Ingvi Hrannar, Tryggvi og Lára