#menntaspjall um máltækni og skólastarf (24.apríl 2016)

Áhugafólk hvaðanæva af landinu sem og utan landsteinanna, hafa nýtt annan hvern sunnudag til þess að ræða menntamál á örbloggvefnum Twitter undir umræðumerkinu #menntaspjall (Hægt er að læra á #menntaspjall á 5 mínútum hér).
Í #menntaspjall’i sunnudaginn, 24. apríl, kl. 11-12, ætlum við að ræða um máltækni, stundum er einnig kallað tungutækni, og skólastarf. Töluverðar umræður hafa verið um stöðu íslenskrar tungu með tilliti til tæknivæðingar. Telja sumir að tungumálið stafi veruleg ógn af tæknivæðingu ef ekki verður gripið til aðgerða í tæka tíð. Gestastjórnandi að þessu sinni er Eiríkur Rögnvaldsson, prófessor í íslenskri málfræði við HÍ. Eiríkur hefur ritað grein sem birtist í næsta hefti Skírnis, þar sem hann fjallar um utanaðkomandi aðstæður íslenskrar málþróunar og m.a. áhrif tæknibreytinga.
Spurningarnar sem lagðar verða til grundvallar verða:
- Hvernig hefur máltækni verið notuð í námi og kennslu í þínum skóla?
- Hvaða máltæknibúnaður gæti nýst í almennri kennslu, og þá hvernig?
- Hvaða rafrænu gagnasöfn tengd íslenskri tungu eru kennarar og nemendur helst að nota?
- Hvaða takmarkanir hafa kennarar rekið sig á sem tengjast stöðu íslenskrar máltækni?
- Hvað geta skólar gert til að tryggja að íslensk máltækni haldist í við almenna tækniþróun?
- Hver er staða íslenskrar tungu í tæknilegum veruleika ungs fólks í dag?
Þátttakendur geta skoðað ítarefni, gagnasöfn og hugbúnað eins og þetta:
http://bin.arnastofnun.is/forsida/
http://mim.arnastofnun.is/
http://islex.hi.is/ http://nlp.cs.ru.is/icenlp/
http://malfong.is/
https://www.ivona.com/
Skjáumst á sunnudaginn kl.11.00
Ingvi Hrannar, Tryggvi og Eiríkur