#menntaspjall um #menntaspjall (13.des. 2015)


Áhugafólk hvaðanæva af landinu sem og utan landsteinanna, hafa nýtt annan hvern sunnudag til þess að ræða menntamál á örbloggvefnum Twitter undir umræðumerkinu #menntaspjall (Hægt er að læra á #menntaspjall á 5 mínútum hér).

Í #menntaspjalli sunnudaginn, 13. desember, verður síðasta #menntaspjall ársins og hefur #menntaspjallið þá verið í gangi í tvö ár. Þá viljum við stjórnendur fá þátttakendur með okkur í að líta yfir farinn veg og ræða hvað hefur áunnist og hver næstu skrefin ættu að vera.

Spurningarnar sem lagðar verða til grundvallar eru:

1. Hvað getum við gert til að #menntaspjall nýtist best fyrir starfsþróun kennara?

2. Hvað getum við gert til að auka þátttöku kennara í #menntaspjalli?

3. Hverjir eru áhugaverðustu tístararnir sem við ættum að reyna að vekja athygli á í #menntaspjalli?

4. Hvernig hefur #menntaspjallið nýst þér í starfi?

5. Hvað eru góðar hugmyndir fyrir umræðuefni í #menntaspjalli á næsta ári?

 

Skjáumst á sunnudaginn kl.11.00

Tryggvi og Ingvi Hrannar

 

Ingvi Hrannar Ómarsson

Creator | Educator | Designer | Everything I produce is work in progress | Stanford Alumni in Learning, Design & Technology Twitter: @IngviOmarsson / @IngviHrannar

Leave a Reply

Your email address will not be published. Required fields are marked *