#menntaspjall um samræmd próf (12.mars 2017)

Í síðustu viku fóru fram samræmd próf í 9. og 10.bekk og skapaðist mikil umræða um framkvæmd og tilgang prófanna í kjölfarið. Í #menntaspjalli sunnudaginn 12.mars kl.11.00 ætlum við einmitt að ræða samræmd próf og heyra skoðanir og hugmyndir kennara og skólafólks á Íslandi.
Spurningarnar sem lagðar verða til grundvallar verða:
- Hvað myndi fyrirmyndar samræmda prófið mæla?
- Hvað er jákvætt við samræmd próf?
- Hvað er neikvætt við samræmd próf?
- Hverju breytir að hafa prófin rafræn?
- Hvernig væri menntun ef það væru engin samræmd próf?
Skjáumst á sunnudaginn.
Ingvi Hrannar og Tryggvi.