#menntaspjall um Samstarf innan skóla og á milli þeirra.

Eftir góða þátttöku í kosningu um umræðuefni var niðurstaðan: ‘Samvinna innan skóla og á milli þeirra’.
Samvinna er lykilatriðið í svo mörgu í dag en virðast kröfurnar um samvinnu, m.a. í skólum, mun meiri nú en áður hefur þekkst. Samvinnu milli faggreinakennara, árganga, skólastiga og jafnvel milli skóla hérlendis og erlendis eru af flestum taldir eðlilegir hlutir af skólastarfinu í dag.
Ekki eru þó allir jafn hrifnir af samvinnu og sumir telja hana ekki henta öllum á meðan aðrir segja hana einu bestu leiðina til að komast til móts við kröfur um einstaklingsmiðað nám og skóla og án aðgreiningar.
Áhugafólk hvaðanæva af landinu sem og utan landsteinanna, hafa nýtt sér að hittast annan hvern sunnudag og ætlunin er að halda því áfram á örbloggvefnum Twitter og vonumst við eftir að sjá enn fleiri núna á sunnudaginn klukkan 11.00 undir umræðumerkinu #menntaspjall (Hægt er að læra á #menntaspjall á 5 mínútum hér)
Á sunnudaginn 6.apríl kl.11.00 ræðum við tækifæri og hindranir í samvinnu, heyrum vonandi af áhugaverðum verkefnum, mótum hugmyndir og gefum skólafólki tækifæri á að ræða saman.
Gestastjórnandi þennan sunnudaginn (6.apríl 2014) verður Anna María Þorkelsdóttir (@Kortsen), dönskukennari og verkefnastjóri í Hólabrekkuskóla.
Við höfum birt spurningar og hvetjum við þátttakendur að lesa í gegnum þær og undirbúa svörin sín áður en spjallið hefst til þess að fá meiri tíma í að lesa, skoða og svara því sem aðrir segja.
Spurningarnar verða:
- Hvernig er hægt að auka samvinnu starfsfólks innan skóla? (Dæmi eða hugmyndir)
- Eru ykkar skólar markvisst í þverfaglegum verkefnum? Ef já, hvernig? Ef nei, af hverju ekki?
- Hvernig verkefni dettur þér í hug að skólar gætu unnið í samstarfi?
- Hvaða hagur væri af því að auka slíkt samstarf?
- Hvernig getum við nýtt tæknina til að vinna saman?
Aukaspurninging ef tími gefst: Hvaða kostir/gallar eru við það að mismunandi árgangar starfi saman?
Skjáumst á Sunnudaginn 23.mars klukkan 11.00 á Twitter.
Ingvi Hrannar, Tryggvi Thayer og Anna María.