#menntaspjall um “Samstarf skóla og safna um nám utan skólastofunnar” 07.09.14

Í fyrsta #menntaspjalli MenntaMiðju í haust verður rætt um fræðslustarf í söfnum og samstarf skólafólks og safnfræðslufulltrúa um að skapa skemmtileg og fróðleg tækifæri til náms utan skólastofunnar.

Áhugafólk hvaðanæva af landinu sem og utan landsteinanna, hafa nýtt sér að hittast annan hvern sunnudag og ætlunin er að halda því áfram á örbloggvefnum Twitter og vonumst við eftir að sjá enn fleiri núna á sunnudaginn klukkan 11.00 undir umræðumerkinu #menntaspjall (Hægt er að læra á #menntaspjall á 5 mínútum hér)

Fyrir þá sem ekki hafa tekið þátt áður er hægt að kynna sér #menntaspjall með því að smella hér og þeir sem geta ekki tekið þátt á sunnudaginn 7.september geta lesið sögu spjallsins um 30 mínútum eftir að spjallinu lýkur en slóðin verður sett á Twitter undir umræðumerkinu #menntaspjall

Gestastjórnandi er Hlín Gylfadóttir, safnfræðslufulltrúi í Þjóðminjasafni Íslands og meistaranemi í safnafræði við HÍ. Samfara náminu var Hlín starfsnemi í Minnesota Children’s Museum í St. Paul, Minnesota, en í safninu hefur verið unnið mikið brautryðjendastarf í safnfræðslu frá stofnun þess fyrir rúmlega 20 árum.

Eins og vanalega birtum við spurningar fyrirfram til þess að hvetja þátttakendur til að undirbúa svör svo þeir fái meira tíma í að lesa, skoða og bregðast við því sem aðrir segja.

Spurningar verða:

  1. S1: Hvað ættu nemendur að fá út úr heimsókn í safn?
  2. S2: Hvernig geta söfnin komið inn í skólastofurnar? Hvaða möguleika sjáið þið á starfi safnafólks inni í skólum?
  3. S3: Hvernig geta söfn og skólar nýtt internetið og samfélagsmiðla til að auka námsmöguleika nemenda?
  4. S4: Hvernig gæti samstarf kennara og safnafræðslufulltrúa verið til að auka fræðslugildi safnastarfs?
  5. S5: Hvernig nýtum við best eiginleika safna sem óhefðbundinn námsvettvang?
  6. S6: Hvaða farveg getum við skapað fyrir þá sem vilja aukið samstarf á milli safna og skóla?

Skjáumst á sunnudaginn, Ingvi Hrannar, Tryggvi og Hlín.

Ingvi Hrannar Ómarsson

Creator | Educator | Designer | Everything I produce is work in progress | Stanford Alumni in Learning, Design & Technology Twitter: @IngviOmarsson / @IngviHrannar

Leave a Reply

Your email address will not be published. Required fields are marked *