#menntaspjall um ‘sköpun í skólastarfi’ sunnudaginn 6.sept. kl.11-12


Áhugafólk hvaðanæva af landinu sem og utan landsteinanna, hafa nýtt annan hvern sunnudag til þess að ræða menntamál á örbloggvefnum Twitter undir umræðumerkinu #menntaspjall (Hægt er að læra á #menntaspjall á 5 mínútum hér).
Í #menntaspjall sunnudaginn, 10. maí, kl. 11-12, verður rætt um samstarf atvinnulífs og skóla.

Í #menntaspjalli sunnudaginn, 6.september. maí, kl. 11-12, verður rætt um mikilvægi sköpunar og á hvaða hátt hún getur verið fastur liður í daglegu skólastarfi. Gestastjórnandi að þessu sinni er Maríella Thayer (@MariellaThayer), myndmenntakennari í Réttarholtsskóla og formaður Félags íslenskra myndlistarkennara.

Í námskrám fyrir íslenska skóla er sköpun skilgreind sem ein af grunnstoðum menntunar og, eins og aðrar grunnstoðir, er ætlast til að hún nái yfir allt skólastarf. Þörfin hefur sjaldan verið meiri en nú til að efla sköpunargleði, frumkvæði og nýsköpun í menntun barna okkar. Miðað við þróun samfélagsins í atvinnu-, tækni- og menntamálum má sjá að eftirspurn eftir skapandi einstaklingum fer vaxandi. Það þykir því skjóta nokkuð skökku við þegar kennslu í list- og verkgreinum í skólum landsins er skorin niður, eins og hefur sumstaðar verið raunin. En í list- og verkgreinum fá nemendur tækifæri til að „þroska [sköpunar-] hæfileika, dýpka hann og tileinka sér leiðir til að koma sköpun sinni í verk.”, eins og segir í Aðalnámskrá grunnskóla. Í #menntaspjalli sunnudaginn, 6. september, kl. 11-12, mun umræðan snúast um hvernig megi stuðla að auknu samstarfi list- og verkgreina við aðrar kennslugreinar til að efla þátt sköpunar í skólastarfi nemenda.

Spurningarnar sem verða lagðar fyrir eru eftirfarandi:

Q1 Hvernig þjálfum við skapandi hugsun nemenda í skólastarfi? #menntaspjall

Q2 Hvernig geta skólastjórnendur stutt við list- og verkgreinar og aukið tengsl við aðrar kennslugreinar? #menntaspjall

Q3 Segðu frá fyrirmyndarverkefni sem þú hefur séð/komið að sem byggir á samstarfi list- og verkgreinakennara við aðra kennara #menntaspjall

Q4 Hvaða áhrif hefur skerðing kennslu í list- og verkgreinum á skólastarf í heild? #menntaspjall

Q5 Hvernig geta skólar nýtt betur þekkingu list- og verkgreinakennara? #menntaspjall

Aukaspurning: Hvernig sýna skólar í verki að list- og verkgreinar eru mikilvægar í daglegu starfi nemenda? #menntaspjall

Skjáumst á sunnudaginn.

Ingvi Hrannar, Tryggvi og Maríella

 

Ítarefni:

Ritröð um grunnþætti menntunar. Sköpun: http://nams.is/lisalib/getfile.aspx?itemid=304ef5d2-d87b-4e0a-88c2-0408e4ec1a4d

Hanna Birna Geirmundsdóttir, Mikilvægi sköpunar í skólastarfi, 2014: http://skemman.is/stream/get/1946/20116/45627/1/Hanna_Birna_Geirmundsd%C3%B3ttir.pdf

Ingvi Hrannar Ómarsson

Creator | Educator | Designer | Everything I produce is work in progress | Stanford Alumni in Learning, Design & Technology Twitter: @IngviOmarsson / @IngviHrannar

Leave a Reply

Your email address will not be published. Required fields are marked *