#menntaspjall um snjalltæki – truflun eða tækifæri? (9.apríl 2016)

Á sunnudaginn 9. apríl kl. 11-12 fáum við Hjálmar Boga Hafliðason, kennara á Húsavík, í #menntaspjall til að ræða um snjalltækjaeign nemenda í skólum. Kveikjan var þessi frétt/umræða í Speglinum á RÚV.

Snjalltækjaeign ungs fólks hefur aukist til muna á undanförnum árum. Má nú gera ráð fyrir að stór hluti nemenda grunnskóla, og jafnvel mikill meirihluti í efri bekkjum, beri slíkt tæki á sér flestum stundum. Skiptar skoðanir eru meðal skólafólks um ágæti þess. Sumir kennarar telja tækin trufla nemendur í námi meðan aðrir sjá í þeim tækifæri til að virkja nemendur til náms.

Þær spurningar sem verða lagðar til grundvallar eru:

1. Í hverju felast tækifærin í kennslu með snjalltæki?

2. Hvað ber að varast við notkun snjalltæki í kennslu?

3. Hvaða leiðir geta kennarar notað til að koma í veg fyrir að snjalltækin trufli nemandann?

4. Hvernig getum við nýtt snjalltæki nemenda til að nálgast veruleika þeirra?

5. Hvernig geta kennarar og nemendur nýtt eigin snjalltæki til að skapa sameiginlegan tæknilegan námsvettvang?

6. Hvernig geta kennarar sýnt fordæmi um gagnlega námsmiðaða notkun á snjalltækni?

Skjáumst á sunnudaginn kl.11.00

Ingvi Hrannar, Tryggvi og Hjálmar Bogi

Ingvi Hrannar Ómarsson

Creator | Educator | Designer | Everything I produce is work in progress | Stanford Alumni in Learning, Design & Technology Twitter: @IngviOmarsson / @IngviHrannar

Leave a Reply

Your email address will not be published. Required fields are marked *