#menntaspjall um ‘samstarf atvinnulífs og skóla’ 10.maí kl.11

Áhugafólk hvaðanæva af landinu sem og utan landsteinanna, hafa nýtt annan hvern sunnudag til þess að ræða menntamál á örbloggvefnum Twitter undir umræðumerkinu #menntaspjall (Hægt er að læra á #menntaspjall á 5 mínútum hér).
Í #menntaspjall sunnudaginn, 10. maí, kl. 11-12, verður rætt um samstarf atvinnulífs og skóla.
Gestastjórnandi er Katrín Dóra Þorsteinsdóttir (@katrindora), forstöðumaður menntunar og mannauðs hjá Samtökum iðnaðarins. Katrín Dóra er MBA og rekstrarfræðingur auk þess að hafa hlotið kennaramenntun í textílgreinum. Hún hefur víðtæka reynslu af stjórnun og starfsmenntunar- og mannauðsmálum, m.a. sem framkvæmdastjóri SÍMEY og mannauðsstjóri hjá Norðlenska matborðinu.
Ljóst þykir að skólar og atvinnulífið þurfa að vinna saman að því að tryggja að menntakerfið sé vel til þess búið að mæta framtíðarþörfum nemenda og vinnumarkaðarins. Þrátt fyrir mikla umræðu og ýmsa ávinninga í gegn um árin þykir enn vanta upp á að það samstarf nái tilætluðum árangri.
Í #menntaspjall að þessu sinni verður rætt um hvernig megi bæta það samstarf til að ná betri árangri. Spurningarnar sem verða lagðar fyrir eru eftirfarandi:
1. Hver yrði ávinningurinn fyrir nemendur af auknu samstarfi atvinnulífs og skóla?
2. Eru þið með tillögur að nýjum og spennandi leiðum fyrir samstarf milli atvinnulífs og skóla?
3. Hvaða hindrunum þarf að ryðja úr vegi til að auka ávinning af samstarfi atvinnulífs og skóla?
4. Hvers konar upplýsingar eru það sem nemendur hafa áhuga á og atvinnulífið getur miðlað?
5. Á hvaða aldri er árangursríkast að nemendur fái kynningu á atvinnulífi?
Skjáumst á sunnudaginn.
Ingvi Hrannar, Tryggvi og Katrín Dóra