Öpp ársins 2013

Þegar ég lít yfir árið 2013 og öll öppin (forritin) sem ég hef prófað og notað þá standa nokkur uppúr. Að sjálfsögðu fer það eftir hverjum og einum hvaða app hentar. Ég er kennari og nú háskólanemi í Svíþjóð auk þess að halda úti heimasíðu, tísta, skrifa greinar, lesa bækur, tala við fólk um allan heim og skrásetja hvern dag þannig að mín forrit snúa að því. Ég er viss um að einhverjir aðrir geta notað svipuð öpp og ég þó það sé kannski gert á annan hátt eða í öðrum tilgangi. Það besta við flest þessi öpp eru svokölluð “Extensions” fyrir Google Chrome vafrann sem bæta heilmiklu við appið og notagildi þess. Í þessari yfirferð fer ég yfir helstu öppin en byrja þó á því besta en það er tvímælalaust Evernote.

 

hero_evernote

Evernote gerir það auðvelt að muna hversdagslega hluti, halda utan um glósur, miða, hugmyndir, greinar og fleira í tölvunni, spjaldtölvunni og símanum… allt á sama aðganginum. Ég var svo hrifinn af þessu appi að ég keypti Premium aðgang (sem er þó ekki nauðsynlegt fyrir flesta notendur).

Evernote er einnig með nokkur hliðar-öpp eins og Evernote Food þar sem hægt er að finna og halda utan um uppskriftir og veitingastaði. Evernote Peek til þess að aðstoða við páfagaukalærdóm (sem því miður einekennir alltof marga skóla) og Evernote Hello til þess að halda utan um nafnspjöld og upplýsingar.

Evernote hefur hjálpað mér mjög að skipuleggja og þróast bæði faglega og persónulega. Ég held utan um mismunandi verkefni og hugmyndir en það besta er að möguleikarnir til þess að skrifa í nóturnar (e.notes) hvar og hvenær sem er. Í símann í lestinni eða strætisvagninum, í iPadinn uppí rúmi eða tölvuna í skólanum eða vinnunni. Ég þarf ekki lengur að vera með miða í vasanum til þess að muna eitthvað heldur nota Evernote í allt slíkt. Þegar ég skrifa greinar safna ég upplýsingum og efni í nótu í Evernote til þess að safna í sarpinn fyrir góða grein.

Mesti munurinn fyrir mig sem nemanda nú, miðað við fyrir 4-7 árum er hvernig ég les og glósa greinar á .pdf. Með Evernote opna ég skjölin þar inni og get skrifað þar inn, yfirstrikað og vistað. Auk þess leitar Evernote í PDF skjölum sem gerir lærdóminn og lesturinn skilvirkari. Hvert námskeið er með sína möppu (e.notebook) hjá mér og hver tími er með sína nótu (e.note) þar sem ég vista inn myndir, hljóðskrár og glósur úr tímanum. Þetta auðveldar allan lærdóm og heldur glósunum á einum stað.

Ég get ekki sagt nóg um Evernote. Þetta er einfaldlega snilld! Svo sannarlega App Ársins 2013.

five-stars

Önnur forrit/Öpp sem ég mæli með:

Twitter: Ef þú ert ekki á Twitter ertu að missa af. Ekki aðeins tækifæri til þess að finna greinar, efni og hugmyndir frá öðrum eða deila hugleiðingum þínum heldur til þess að stækka tengslanet þitt. Twitter er málið og verður stærra á Íslandi árið 2014.

Zite and Pocket eru frá sitthvorum framleiðandanum en eiga þó einstaklega vel saman. Zite finnur og setur fram nýjustu og bestu greinarnar, sérsniðið fyrir þitt áhugasvið. Þessar greinar hef ég ekki alltaf tíma til að lesa heldur tek 15 mínútur í að finna áhugaverðustu greinarnar og vista þær í vasann (Pocket).  Í stað þess að hafa marga vafra opna þá vista ég greinar, myndbönd og annað áhugavert í Pocket og les það þegar mér hentar. Snilld sem þið verðið að prófa.

1 Second Everyday er snilldar app fyrir bæði iOS og Android. Í heimi þar sem við tökum alltof margar myndir sem við vitum ekkert hvað við eigum að gera við kom hugmyndin 1 Second Everyday frá Cesar Kuriyama. Ég hóf að taka upp 1 sekúndu af mínu lífi í sumar og var svo sannarlega gaman að sjá útkomuna nú í lok árs.

Árið 2013 í sekúndum:

Google Hangout er App sem gerir mér það kleift að spjalla við marga í einu í gegnum netið. Svipað og Skype og FaceTime nema þarna er hægt að tala við marga í einu auk þess að sjá myndband. FaceTime er með betri gæði en Google Hangout býður uppá marga í hverju spjalli í einu og þar liggur munurinn.

Bundlr er Portúgalst App sem leyfir þér að vista greinar, myndbönd, myndir og fleira í “Knippi”. Þetta er frábært fyrir rannsóknarvinnu bæði í greinar og fyrir ritgerðir eða eitthvað slíkt. Besti hlutinn er samt möguleikinn til að “Embed” Bundl á heimasíður og uppfærir sig sjálfkrafa. Þið verðið bara að prófa til að vita meira

Kindle hefur breytt því hvernig ég finn, kaupi, les og glósa bækur. Svokallaður “Game-Changer” og mikill munur að geta fundið glósurnar sínar á vefsíðu Kindle/Amazon (https://kindle.amazon.com/).

Þetta eru þau öpp sem ég mæli með frá árinu 2013. Það var fyrst á þessu ári sem ég fann hve miklu tæknin bætti við og gerði nám mitt og starf skilvirkara og betra.

Ingvi Hrannar

Ingvi Hrannar Ómarsson

Creator | Educator | Designer | Everything I produce is work in progress | Stanford Alumni in Learning, Design & Technology Twitter: @IngviOmarsson / @IngviHrannar

1 Comment

Leave a Reply

Your email address will not be published. Required fields are marked *