Öpp ársins 2016

Í lok árs er gaman að líta til baka og skoða hvað hefur gerst. Á hverju ári prófa ég líklega vel á annað hundrað öpp aðallega vegna vinnunar minnar en einnig vegna áhuga á því að læra meira, vinna betur og nýta tæknina til þess að gera mitt líf og annarra betra.

Ég hef því undanfarin ár skrifað færslu um Öpp ársins (2013, 2014 og 2015) og árið 2016 verður engin undantekning. Ég skipti þeim niður í 4 flokka með 3 öppum hver (augljós, skólastarf, betri vinna & rétt að byrja) og svo í lokin segi ég hvers vegna ég hætti nær að nota tölvupóst á árinu og minnkaði hann um 90%.

img_0935-copy-2
Á öllum 3 listunum frá upphafi hefur Evernote verið enda það app sem ég nota hvað mest þar sem ég geymi m.a. innkaupalista, uppskriftir, greinar sem ég ætla að skrifa, greinar af netinu sem ég vil vista minnispunkta, fyrirlestra, hugmyndir og jólagjafalista svo eitthvað sé nefnt. Það besta er svo að ég get skrifað inn leitarorð og þá koma allar nóturnar, pdf skjölin, handskrifaðir miðar (sem ég tók myndir af) sem innihalda þetta tiltekna orð. Ómissandi.
53-mix-for-paper
Eftir að ég keypti mér iPad Pro 12,9″ og Apple Pencil, lært svolítið inn á Sketchnoting og eftir að 17 iPad Pro 12,9″ með Apple Pencil voru keyptir fyrir nemendur í myndlist í Árskóla þá hef ég verið að nota það enn meira. Þetta hefur samt alltaf verið eitt af mínum uppáhalds forritum frá því að það kom út. Allar myndirnar hér eru unnar af mér í ‘Paper’ gaman að fikta í því til þess að skapa, glósa, teikna upp hugmyndir og gera kynningar jafnvel. Frábært app.
img_1984
Spotify
Eins og ég sagði þá heitir þessi hluti ‘augljós öpp’ og gerast öppin því varla augljósari en Spotify. Ég greiddi áður 10 EUR fyrir mig á mánuði til þess að geta spilað án auglýsinga en komst svo að fyrir 15 EUR á mánuði gat ég boðið 4 að fá Spotify Premium. Sælla er að gefa en þiggja og því bauð ég allri fjölskyldunni á Spotify Premium.
img_0935-copy
Ótrúlegar sögur í 360°. Appið hér áður VRSE en nú Within með sömu geggjuðu myndböndunum. Þetta og Google Expeditions voru eiginlega öpp ársins í vinnunni minni þar sem við keyptum 22 Samsung S6 og GearVR sýndarveruleikagleraugu. Munurinn á þessu tvennu er að VRSE er ætlað almenningi þar sem hægt er að horfa á myndbönd um alvöru málefni í símanum og VR gleraugunum.
Google Expeditions er ætlað skólum, kennurum og nemendum þar sem horft er á kyrrmynd (ennþá allavega) og einn aðili stýrir hvaða mynd kemur næst. Stjórnandinn fær einnig upplýsingar um staðinn sem verið er að skoða á skjáinn sinn til þess að leiða þátttakendur í gegnum ‘leiðangurinn’.
img_1224-2
Slack er app sem mér finnst snilld og stefni á að árið 2017 verði árið sem það fer í fulla notkun í vinnunni með tilkomu iPad á alla kennara. Slack eru einkaskilaboð, hópar og rásir fyrir vinnustað að nota sem sitt eigið ‘innra samskiptanet’ og það er meira að segja hægt að hringja myndsímtöl og venjuleg sæimtöl á milli notenda innan vinnustaðarins (Team).
Það sem mér finnst það besta við Slack vs. Messenger eða tölvupóst (kem að honum seinna) sem vinnutæki er að ef ég fæ skilaboð á Slack þá veit ég að það er vinnutengt. Slack getur einnig slökkt á öllum tilkynningum (nema að sendandinn krefjist að þetta sé áríðandi) á ákveðnum tímum (t.d. milli 17 og 7 um morguninn).
img_0935-copy-4
Ég reyni stöðugt að finna hluti sem gera mig að betri starfsmanni og að ég geti nýtt tímann sem best. Til þess að læra eitthvað nýtt nota ég sérstaklega Podcast appið í iPhone á nær hverjum degi (auk Twitter og tengi það við Nuzzel) þegar ég fer í göngutúr með hundinn. Uppáhalds hlaðvörpin mín eru: The Tim Ferriss Show, Good Life Project, The Art of Manliness og svo eru ég og Ragnar Þór með Menntavarp en þessi öll er hægt að finna á Podcast appinu, iTunes, Stitcher og Podcast Addict eftir því hvernig tæki þú ert með.
Næsta app nýti ég mikið þegar ég er í göngutúrum og dett eitthvað í hug eða er að hlusta á eitthvað og heyri eitthvað áhugavert… Þá kveiki ég á ‘Voice Memos‘ appinu… Í raun er það ekkert stórkostlegt app nema fyrir einfaldleikann. En það er mikilvægt að tileinka sér eitthvað einfalt og gott upptöku-app til þess að skrá hugsanir sínar (og setja þær svo í Evernote). Á árinu keypti ég mér einnig Blue Raspberry míkrafóninn sem er snilld því ég get notað hann með Mac/PC og iPad/iPhone einungis með því að skipta um snúru. Hágæða míkrafónn sem er tilvalinn ef ég ætla að taka upp hlaðvarp eða stutt viðtal við einhvern.
Næst er það Noisli sem er í raun heimasíða frekar en app (en með því að fara í ‘Share’ er hægt að velja ‘Add to Home Screen’ og þá virkar hún eins og app). Noisli leyfir mér að velja ‘white-noise’ hljóð og gerir það að verkum að ég get unnið án truflanna í langan tíma í einu. Ég keypti mér þar að auki Bose QC35 þráðlaus heyrnartól til þess að geta unnið dýpra og hlustað meira.
img_0935-copy-5
Calm er eitt af þeim öppum sem ég ætla að nota meira árið 2017 og er hugleiðslu-og gjörhygliforrit og heyrði ég af í gegnum ‘Calm Classroom Initiative‘ þar segja þau einfaldlega: “We are offering every teacher in the world free access to Calm, the mindfulness app that hundreds of thousands of people all over the world use everyday.” Þetta er nóg til þess að ég sótti það og hef verið að nota öðru hverju en ætla að nota miklu meira 2017 (enda búinn að kaupa mér almennilega jógadýnu).
Annað app vona ég að hjálpi mér að ná markmiðum. Það er einfalt og heitir einfaldlega ‘Streaks‘. Streaks gengur út á það að hægt sé að setja sér allt að 6 markmið fyrir vikuna og þarf ég að merkja við á hverjum degi hvort ég hafi sinnt því eða ekki. Reyndar er líka hægt að setja sér vikuleg markmið á ákveðnum degi t.d. að laga til alltaf á sunnudögum. Í gegnum appið reynir þú svo að ná markmiðunum sem flesta daga/vikur í röð.
Eitt flottasta appið á árinu að mínu mati er þó Prisma “Prisma transforms your photos and videos into works of art using the styles of famous artists: Van Gogh, Picasso, Levitan, as well as world famous ornaments and patterns.” Það er óhætt að segja að þetta sé töfrum líkast og myndirnar oft á tíðum geggjaðar. Hér má sjá nokkrar sem ég hef leikið mér með:
img_1985
img_0935-copy-3
Ein besta ákvörðun sem ég tók á árinu 2016 var að minnka tölvupóst í Mail en það gerðist í framhaldi á því að ég las bókina 4 Hour Workweek eftir Tim Ferris.
Mér var ljóst að vinnan mín var að verða alltof ‘reactive’ en ekki ‘proactive’. Dagarnir mínir byjuðu vanalega á því að ég skoðaði tölvupósta og ég fór í gegnum hann að bregðast við hlutum sem komu inn… sjaldan náði ég að fylgja plani eða einbeita mér hreinlega að einum til tveimur hlutum þann daginn. Inn kom póstur sem ég varð að bregðast við og það var engin dýpt.
T.d. fékk ég 46 pósta á mánudeginum eftir að ég kláraði bókina og byrjaði ég á því að setja sjálfvirkt svar á allan póst.
Skilaboðin hljóma svona:
Takk fyrir tölvupóstinn.
Vegna anna þá athuga ég og svara tölvupóstum aðeins tvisvar sinnum á dag… rétt fyrir hádegi og aftur við lok vinnudags. Þetta er gert til þess að fækka ótímabærum truflunum svo ég komi meiri og dýpri vinnu í verk og geti þjónað ykkur betur.
Ef erindi þitt er mjög áríðandi og getur ekki beðið til hádegis eða lok dags þá getur þú náð á mér í síma 660-4684.
Takk fyrir skilninginn
Virðingafyllst,
Ingvi Hrannar
@IngviHrannar
——-

Í kjölfarið á þessu fór tölvupósturinn minn niður úr 46 póstum á mánudegi niður í aðeins 4 pósta viku seinna. 2 af þeim vinnutengdir og 2 voru beiðnir um fyrirlestra á ráðstefnum + nokkra rusl/fjölda-pósta á hlutum sem ég hef skráð mig á sem ég fór í unsubscribe (er nánast alltaf neðst í fjöldapóstum). Einnig setti ég það þannig að pósturinn kom ekki sjálfkrafa heldur varð ég að ’sækja hann’ handvirkt í símann, iPad-inn eða tölvuna.

Þessi breyting gjörbeytti vinndeginum mínum. Ég fór dýpra. Minni truflun. Aðrir starfsmenn urðu sjálfstæðari. Ég fékk reyndar aðeins fleiri Slack skilaboð (sem var fínt að ná fólki þangað frekar en póst). Ég gat ákveðið daginn minn og vinnan er dýpri og markvissari.
—–
Takk fyrir að lesa svona langt og vonandi nýtist þetta þér.
Gleðilegt ár
Ingvi Hrannar
Ingvi Hrannar Ómarsson

Creator | Educator | Designer | Everything I produce is work in progress | Stanford Alumni in Learning, Design & Technology Twitter: @IngviOmarsson / @IngviHrannar

Leave a Reply

Your email address will not be published. Required fields are marked *