Öpp ársins 2017

Þar sem vinnan mín snýst mikið til um tækni finnst mér rétt að setja saman lista af öppum ársins sem hafa gagnast mér mest.

1. Wunderlist.

Síðustu ár hefur Evernote verið einna efst á mínum lista… en ekki þetta árið. Ég fór að hugsa um mitt ár í hvað ég notaði Evernote mest og sá að það var helst sem ToDo listi. Vandræðin voru að ‘nótur’ syncuðu ekki á milli tækja, ég var að fá endalausar tilkynningar um ‘conflicting copies’ á milli tækjanna minna og þetta var bara vesen. Þá fór ég að skoða öpp sem voru sérsniðin fyrir aðgerðir og verkefni. Á endanum var það Wunderlist sem varð efst og hef ég notað það á hverjum degi í skipulag á nær öllum verkefnum. Appið virkar í síma/spjaldtölvu/tölvu og er FRÍTT!

Helstu kostirnir eru að hægt er að:

  • flakka á milli tækja án þess að lenda í ‘sync conflict’
  • setja inn undirverkefni á stærri verkefni
  • stjörnumerkja það sem er mikilvægt
  • vista myndir og PDF skjöl ofl.
  • setja inn hlekki og annað mikilvægt.

2. Apple Podcasts

Ég verð að setja Podcasts í annað sætið þar sem það gagnaðist mér gríðarlega. Ég hlusta á Hlaðvörp í a.m.k. klukkustund á dag en oft lengur. Podcasts appið er einfalt og aðgengilegt, þættirnir koma inn sjálfkrafa eftir að ég hef gerst áskrifandi.

Það jákvæða er að ég ætla að endurvekja og breyta örlítið um form á Menntavarpinu á árinu 2018 eftir að hafa tekið pásu þar 2017. Kynning á því verður fljótlega og hvet ég ykkur að gerast áskrifendur.

Það helsta sem ég hlustaði á á árinu er:

  1. The Minimalists
  2. The Good Life Project
  3. The Tim Ferriss Show
  4. Art of Manliness

3. Paper by 53

Þetta app (sérstaklega ef þú ert með iPad Pro 12,9″ og Apple Pencil) er snilld…. allavega fyrir mig. Ég elska að teikna/skissa/skrifa upp hugmyndir og svo fr.v. og þess vegna elska ég Paper. Fyrir um mánuði síðan kom út ný útgáfa sem bætir örfáum hlutum við og gerir skipulagið auðveldara en í raun er appið svo einfalt og þess vegna svo gott.

4. iPhone 8+ Camera með Portrait Mode.

Þessar tvær myndavélar aftanaá plúsnum (7+ og 8+ og iPhone X) virka sem eitthvað ómerkilegt og ónauðsynlegt en þetta hefur breytt mér í áhugamann um ljósmyndun. Einn af mínum uppáhalds tónlistarmönnum, Ben Folds, segir frá sínum áhuga á ljósmyndun/segja sögur í þessu myndbandi og eftir að ég sá það varð ég heillaður.

Portrait mode á 7+, 8+ og iPhone X þýðir að önnur myndavélin tekur forgrunn og hin gerir bakgrunnin óskýran. Hver sem er getur tekið hágæða, ógeðslega töff ljósmyndir með símanum sínum. Ég fattaði ekki muninn fyrr en ég sá venjulega ljósmynd (þar sem allt er skýrt) eða Portrait mynd (þar sem aðeins viðfangsefnið er skýrt) því það er eins og við sjáum hluti. Þegar við horfum á hluti er aðeins það sem við einblínum á skýrt og hitt verður óskýrt.

5. Blinkist

Á heimasíðu Blinkist segir:

“Blinkist delivers you the key insights from nonfiction books, transformed into powerful packs you can read or listen to in just 15 minutes”

Ég elska þetta. Bæði les ég mikið en ég er líka mikið úti að ganga, hlaupa, hjóla og því er þetta snilld. Bæði tekur þetta bækur í aðalatriðin en þetta hvetur mig líka til að kaupa bækur sem eru áhugaverðar og kafa dýpra í þær.

Það er hægt að fá Blinkist frítt en það gefur ekki alla möguleika. Hér er hægt að bera þá saman.

Ég keypti mér Premium aðgang eftir svona 3 daga af fríu 🙂

6. Dropbox Document Scanner

Dropbox uppfærði sig fyrir stuttu síðan og endurhannaði appið sitt. Ég hef verið Dropbox notandi í langan tíma þrátt fyrir að ég hafi ótakmarkað gagnamagn á Google Drive sem og 100gb á iCloud.

Það sem mér finnst einna best (fyrir utan aðgang að myndum, skjölum og fleiru á Dropbox) er eitthvað sem heitir ‘Document Scanner’. Þar er á einfaldan hátt hægt að skanna inn allar kvittanir, reikninga, skjöl, samninga, leiðbeiningar og fleira og vista beint í rétta möppu á Dropbox. Síðan birtist skjalið í tölvunni nokkrum sekúndum síðar. Elska að þurfa ekki að fara í annað app til þess að skanna inn og tengja það svo við Drive eða Dropbox heldur fá þetta beint inn.

Gleðilegt ár og takk fyrir frábært 2017.

Ingvi Hrannar

Ingvi Hrannar Ómarsson

Creator | Educator | Designer | Everything I produce is work in progress | Stanford Alumni in Learning, Design & Technology Twitter: @IngviOmarsson / @IngviHrannar

Leave a Reply

Your email address will not be published. Required fields are marked *