Öpp ársins 2019

Þar sem mitt nám og starf snýst mikið til um tækninotkun í bæði námi og starfi finnst mér við hæfi að taka saman lista af öppum ársins sem gögnuðust mér mest á árinu 2019. Sum hafa verið á lista áður, önnur eru ný.

Hér eru listar fyrri ára: 2013, 2014, 2015, 2016, 2017, 2018

Byrjum á Tæki ársins:

AirPods Pro

Eftir að hafa notað AirPods heyrnartólin mín á nær hverjum degi í tæp 3 ár (og þau virkuðu ennþá eins og ný) en Bose QC35 Noise-Cancelling heyrnartól á ferðarlögum var ég tvístígandi um það hvort AirPods Pro væru þess virði að kaupa. Eftir að hafa hugsað það í um mánuð, farið og prófað og loksins keypt þá verð ég að segja að þetta er mögnuð græja. Það sem gerir AirPods Pro að besta tæki ársins 2019 eru að mínu mati það að þau eru það lítil að ég get alltaf verið með þau á mér en það er svosem ekki nýtt þar sem AirPods voru enn minni. Það sem gerir þau að stórkostlegri græju eru þrjár stillingar á þeim. Annars vegar bara ‘Off’ sem þýðir að þau virka eins og venjuleg AirPods. Síðan er það ‘Noise Cancellation’ sem loka á 90% af umhverfishljóðum sem er stórkostlegt í vinnu og ferðalögum. Sá eiginleiki sem kom mér mest á óvart er ‘Tansparency’ þar sem heyrnartólin spila umhverfishljóð í gegnum míkrafóninn þannig að ég loka ekki á umhverfið þegar ég er með heyrnartólin á mér (…í mér 🤔). Þetta gerir það að verkum að ég get verið með heyrnartólin þegar ég vill hlusta á eitthvað en samt vita af umhverfinu. Hausinn á mér var 🤯 þegar ég prófaði þetta og ég verð hrifnari með hverjum deginum.

Öpp ársins:

10. Snapseed

Mér finnst mjög skemmtilegt að vinna myndir í Snapseed frá Google. Endalausir möguleikar og skemmtileg myndvinnsla. Fólk spyr mig oft hvaða myndavél ég sé að nota… en þá er það bara iPhone myndavélin og Snapseed í vinnslu. Þið getið kíkt á Instagram-ið mitt til að sjá nokkrar þeirra.

9. Sidecar á Mac og iPad

Þetta er ekki beint app, heldur meira nýr ‘fídus’ á MacOS og iOS þegar þú átt MacBook tölvu og iPad. Þú þarft að uppfæra í iPadOS 13 og MacOS Catalina til þess að það virki en í raun breytir þú iPadinum í hliðarskjá við MacBook tölvuna þína þegar þú þarft…. eins og ég er að gera núna. Í raun er þetta bara AirPlay fídus færður á iPad en þetta er frábært þegar þú þarft tvo skjái en eitt stýrikerfi. Sidecar getur breytt algjörlega vinnuumhverfinu og flæðinu hvar sem ég er.

8. Podcasts

Ein besta ákvörðun sem ég tók var að selja bílinn minn. Þetta bjó til mikinn aukatíma þar sem ég gat hlustað á hlaðvörp á meðan ég labbaði í vinnuna eða út í búð. Apple Podcasts (eða Spotify) er að sjálfsögðu nauðsynlegt forrit fyrir alla þá sem vilja hlusta á það sem þau vilja, þegar þau vilja.

7. Medium

Frábært forrit fyrir þá sem vilja fá áhugaverðar fréttir og greinar til þess að lesa. Ég borga $5 á mánuði í áskrift sem þýðir engar auglýsingar. Miklu gagnlegra að lesa eitthvað áhugavert heldur en að eyða lausa tímanum í að skoða Instagram eða Snapchat sögur annarra.

6. Google Forms & Sheets

Það að geta búið til kannanir í Google Forms og fengið niðurstöður í Google Sheets sparaði mér líklega í alvöru svona 100 klukkustundir í vinnu í ár. Kannanir fyrir námið, spurningalistar, upplýsingar og margt fleira, þetta er himnasending (þó það sé ekki nýtt).

5. Calm

Þetta forrit er frábært þegar ég er að vinna eða slaka á. Þarna eru ‘sleep stories’, tónlist fyrir slökun eða fókus, hugleiðsla og svo framvegis. Hægt er að nota það frítt með takmörkuðum eiginleikum eða kaupa lífstíðaráskrift fyrir $399…. hér er smá ‘twist’ samt… kennarar fá lífstíðaráskrift frítt með því að smella hér.

4. Keynote (Apple)

Það er í raun sama hvað það er, hvort það er prótótýpa að appi/vefsíðu, kynningarefni, kynningar eða grafísk vinna, þá vinn ég það flest í Keynote á einhverju stigi. Þetta forrit er ein af stóru ástæðunum að ég sé mig ekki geta skipt úr Apple tölvu yfir í annað. Ég er með Google PixelBook (öflug Chromebook) og penna sem Stanford lét mig hafa en hef varla notað hana í vetur… sérstaklega eftir að Sidecar kom á Mac/iOS.

3. LiquidText (Aðeins fyrir iPad)

Þegar ég byrjaði í Stanford eyddi ég fyrstu 3 vikunum eða svo í að búa til ferla. Þ.e. hvaða verkefni yrðu unnin hvar, til hvers var ætlast, hvað ætti að fara í Evernote, hvað færi í Google Docs, hvað yrði sett á Dropbox, hvar ég myndi glósa í tímum (GoodNotes 5), hvert rannsóknargreinar sem ég væri að lesa færu og svo framvegis…. það var þá sem ég heyrði af forriti á iPad sem heitir LiquidText. Þar set ég inn allar greinar sem tengjast ákveðnu fagi eða efni og bý svo til vinnusvæði neðst með öllum glósum úr greinum. Þetta var stórkostlegur vinnusparnaður. Vissulega kostar LiquidText einhverja $30 eða svo…. en pizzan sem ég pantaði um daginn gerði það einnig. Stórkostlegt forrit fyrir alla þá sem eru í námi eða lesa mikið af rannsóknum.

2. ToDo

Ég veit ekki hvað ég gerði án þessa forrits (áður Wunderlist). Ég er ekki sá sem notar ‘Calendar’ mikið þar sem flest sem ég geri krefst þess ekki að ég geri eitthvað ákveðið á einhverjum ákveðnum tíma. Ég nota Calendar þegar ég er boðaður á fund (sem ég reyni að forðast að verða) en annars fer allt í ToDo. Þetta er í raun listi með hlutum sem ég ætla að gera. Ég er með einn lista fyrir hvern mánuð, einn fyrir næsta ár, og síðan bý ég til lista fyrir hvern dag (næstu 14 daga eða svo). svo eitthvað sé nefnt. Þarna inn fara allar hugmyndir og hlutir sem mér dettur í hug að gera. Eini gallinn er að ég þurfti að stofna Microsoft reikning til þess að búa til aðgang… en það er þess virði.

1. Procreate

Ég held að það app sem ég varð hrifnastur af sé Procreate á iPad… sérstaklega eftir að ég fékk iPad Pro með Apple Pencil. Procreate er skemmtilegt forrit í teikningu og alls kyns hönnunarvinnu og nýttist mér við nám og vinnu en líka bara þegar ég vildi setjast niður og ná markmiði mínu að gera eitthvað skapandi á hverjum degi.

Hér er dæmi um það hvernig ég nota Procreate í skólastarfi til þess að glósa eftir tíma eða námskeið. 👇

Ég hef átt iPad síðan 2011 og notað daglega held ég síðan. Það var svo á þessu ári sem ég fékk nýja iPad Pro með Apple Pencil sem hleður sig á iPadinum. Það þýðir að penninn er aldrei langt undan og aldrei batterýslaus. Þetta breytti því að ég nota pennann miklu meira en ég gerði áður þegar ég átti fyrstu kynslóð af Apple Pencil og eldri iPad Pro. Nú gríp ég pennann við flest tækifæri og teikna mun meira en áður t.a.m. með Procreate sem er algjörlega frábært tæki í sköpun og er í raun það app sem ætti að koma með iPad Pro.


Þetta er listi ársins. Takk fyrir að lesa og vonandi gagnast þetta þér.

Gleðilegt ár og takk fyrir 2019.

Ingvi Hrannar

Stanford Graduate School of Education

Ingvi Hrannar Ómarsson

Creator | Educator | Designer | Everything I produce is work in progress | Stanford Alumni in Learning, Design & Technology Twitter: @IngviOmarsson / @IngviHrannar

3 Comments
  • Mig langar að nýta mér þetta kostaboð af appinu Calm. En ég sé ekki leiðina það opnast bara pdf skjal með leiðbeiningum en ég fann ekkert um hvernig væri hægt að nálgast appið frítt fyrir kennara. Er nóg að fara í appstore eða þarf einhvern kóða?

    • Langar að heyra meira um hvort það þarf einhvern kóða til að fá þetta fría app fyrir kennara ?
      bestu kveðjur

Leave a Reply

Your email address will not be published. Required fields are marked *