#menntaspjall 22.mars um ‘Skólasöfn á 21.öld’


Áhugafólk hvaðanæva af landinu sem og utan landsteinanna, hafa nýtt annan hvern sunnudag til þess að ræða menntamál á örbloggvefnum Twitter undir umræðumerkinu #menntaspjall (Hægt er að læra á #menntaspjall á 5 mínútum hér).

Sunnudaginn 22.mars, kl. 11-12, verður #menntaspjall um ‘Skólasöfn á 21.öld’. Gestastjórnandi er Rósa Harðardóttir, safnstjóri skólasafns Kelduskóla Korpu og hefur verið það s.l. 10 ár. Hún er einnig formaður Félags fagfólks á skólasöfnum. Rósa hefur starfað við kennslu í 25 ár. Hún lauk meistaraprófi frá Menntavísindasviði HÍ vorið 2012 í náms- og kennslufræðum með áherslu á upplýsingatækni og miðlun. Hluti af lokaverkefninu var vefurinn http://skolasafn.grunnskolar.is/

Í ljósi mikilla tækninýjuna, nýrrar aðalnámskrár og áherslu á læsi á öllum skólastigum er vert að velta fyrir sér hvert hlutverk skólasafna sé og eigi að vera í skólum á Íslandi. Þær 5 spurningar sem verða lagðar til grundvallar eru:

1. Til hvers þurfum við skólasöfn?

2. Hvernig þurfa skólasöfnin á Íslandi að breytast til þess að mæta þöörfum 21. aldar?

3. Hvernig á samvinna fagfólks á skólasöfnum og annarra kennara að vera?

4. Hver er framtíð skólasafn með tilliti til umræðna um læsi og ekki síður tækninnar? Og hvernig fer þetta tvennt saman.

5. Hvernig er drauma skólasafnið?

 

Skjáumst

Ingvi Hrannar, Tryggvi og Rósa.


Ingvi Hrannar Ómarsson

Creator | Educator | Designer | Everything I produce is work in progress | Stanford Alumni in Learning, Design & Technology Twitter: @IngviOmarsson / @IngviHrannar

Leave a Reply

Your email address will not be published. Required fields are marked *