Skráning hafin á Utís Online 25-26.september 2020

Ég hef sjaldan verið eins spenntur og nú 🤩

Skráning á Utís Online, nýjan menntaviðburð á neti, opnaði í dag fyrir alla kennara, stjórnendur og skólafólk á Íslandi eftir margra mánaða vinnu og skipulag 🥳

Utís Online verður haldið á neti 👩‍💻💻 dagana 25-26.september, þar sem um 12-15 heimsklassa erlendir fyrirlesarar munu fjalla um skólaþróun, nýsköpun, læsi og tækni svo eitthvað sé nefnt auk ýmissa verkefna á milli sem miða að því að efla tengslanet og færni þátttakenda.

Fyrirlesararnir á Utís Online eru algjörlega í heimsklassa

Á Utís 2020 í nóvember verða 10 af þessum fyrirlesurum með vinnustofur á Sauðárkróki.

Með þessu hafa fleiri aðgang að því að heyra fyrirlestrana og taka þátt í umræðum þar. Aðeins komast um 150 kennarar að á Utís í nóvember en Utís Online er ætlað að ná til enn breiðari hóps.

Allir fyrirlestrar verða textaðir á íslensku, gögn 📦 send í pósti til hvers þátttakenda, aðgangur að spjalli beint við fyrirlesarana og annað óvænt og skemmtilegt.

Utís Online ætti því að henta öllum 🧑‍🏫🧑‍💻 kennurum og skólafólki, hvar sem er á landinu, sama á hvaða skólastigi

Skráning er hafin á: bit.ly/utisonline2020skraning

Allar frekari upplýsingar á: bit.ly/utisonline

Þetta verður magnað! Sjáumst í september, sama hvar þú verður á landinu ✌️

Ingvi Hrannar Ómarsson

Creator | Educator | Designer | Everything I produce is work in progress | Stanford Alumni in Learning, Design & Technology Twitter: @IngviOmarsson / @IngviHrannar

4 Comments

Leave a Reply

Your email address will not be published. Required fields are marked *