#menntaspjall um stuðning við börn af erlendum uppruna (5.feb.2017)

Í #menntaspjalli á sunnudaginn, 5. febrúar kl. 11-12, ætlum við að ræða um stuðning við börn af erlendum uppruna í skólum landsins. Gestastjórnandi er Kristrún Sigurjónsdóttir, deildarstjóri móttökudeildar fyrir erlend börn í Lækjarskóla.
Á undanförnum árum hefur verið mikil fjölgun barna af erlendum uppruna á öllum skólastigum. Í þessum hópi eru börn innflytjenda, flóttamanna, hælisleitenda og fylgdarlaus börn. Þetta eru ólíkir hópar barna með mismunandi þarfir en þau eiga það þó sameiginlegt að þurfa stuðning fyrstu skrefin í íslensku samfélagi. Í þessu ferli gegna skólar lykilhlutverki. Hversu vel eru leikskólar/grunnskólar/framhaldsskólar í stakk búnir varðandi stuðning við nemendur af erlendum uppruna? Hvað má gera betur?
Spurningarnar sem verða lagðar til grundvallar verða:
Q1: Hversu vel eru skólar í stakk búnir til að veita nemendum af erlendum uppruna þann stuðning sem þeir þurfa? #menntaspjall
Q2: Hvaða stuðning telja kennarar að nemendur af erlendum uppruna þurfi helst? #menntaspjall
Q3: Hvaða aðstoð/verkfæri telja kennarar að myndu nýtast þeim sjálfum best til að koma á móts við þarfir erlendra nemenda? #menntaspjall
Q4: Hvaða stuðning þurfa kennarar til að takast á við brotna skólagöngu og áfallasögu flóttabarna? #menntaspjall
Q5: Telja kennarar sig þurfa meiri ráðgjöf og fræðslu varðandi kennslu og aðlögun erlendra barna/nemenda á öllum skólastigum? #menntaspjall
Q6: Börn í leit að alþjóðlegri vernd eru í sérstaklega viðkvæmri stöðu. Hver er reynsla kennara af vinnu með þessi börn? #menntaspjall
Skjáumst á sunnudaginn kl.11.00 á Twitter undir myllumerkinu #menntaspjall
Tryggvi, Kristrún og Ingvi Hrannar