#menntaspjall um umræðuhefti KÍ um menntamál (23.okt.2016)

Í byrjun þessa árs gaf KÍ út umræðuhefti um menntamál til að styðja við faglega umræðu skólafólks um menntun og velferð barna og ungmenna og íslenskt menntakerfi en tilefnið er stefna í menntamálum eins og hún birtist í hvítbók og aðgerðum í kjölfar hennar:

Umræðuheftið má finna hér

Í #menntaspjalli á sunnudaginn 23.október kl.11-12 ætlum við að ræða innihald heftisins og leitast við að svara nokkrum spurningum í kjölfarið.

Spurningarnar sem lagðar verða til grundvallar verða:

1.  Á hvaða vegferð erum við í menntamálum?

2.  Er hvítbókin til framdráttar menntun, velferð og skólastarfi?

3.  Í hvaða átt þarf íslenskt  menntakerfi að þróast og hvernig?

4.  Hvert er hlutverk skólafólks í þróun menntakerfisins og menntamála? – Hvernig?

5.  Hvernig má auka ábyrgð foreldra á námi barna sinna?

Gestastjórnendur verða Ingileif Ástvaldsdóttir skólastjóri í Hörgársveit og Aðalheiður Steingrímsdóttir, varaformaður KÍ.

Skjáumst á sunnudaginn kl.11.00 en þangað til hvetjum við ykkur til þess að skoða umræðuheftið.

Ingvi Hrannar, Ingileif og Aðalheiður

 

 

Ingvi Hrannar Ómarsson

Creator | Educator | Designer | Everything I produce is work in progress | Stanford Alumni in Learning, Design & Technology Twitter: @IngviOmarsson / @IngviHrannar

Leave a Reply

Your email address will not be published. Required fields are marked *