Utís 2020 og Utís Online

Bestu fréttir ársins!!! (Þarf reyndar ekki mikið til)

Vegna mikils áhuga er hugað að því að halda nýjan viðburð, Utís Online, dagana 25-26.septmber á netinu.

Utís Online verður netráðstefna frá grunni þar sem áhersla er á fyrirlestra og kynningar um skólaþróun, upplýsingatækni og nýsköpun í menntamálum.

Utís 2020 verður áfram með áherslu á vinnustofur og djúpa vinnu og verður haldið 6-7.nóvember þó flestir komi á Krókinn að kvöldi 5.nóvember.

Tveir ólíkir viðburðir

Með þessu verða tveir viðburðir til þess að mæta þeim mikla áhuga sem sýndur er á Utís. Annars vegar verður Utís Online 25-26.sept. og hins vegar Utís 2020 á Sauðárkróki 6-7.nóv.

Utís Online verður að mestu í fyrirlestraformi en þó með ýmsum verkefnum sem miða að því að efla tengslanet þátttakenda. Netráðstefna er gjörólík því að streyma hefðbundinni ráðstefnu, þar sem þáttakendur munu nú taka virkan þátt, hittast í minni hópum á neti og deila reynslu sinni, þekkingu og upplifun. Þú ert ekki áhorfandi heldur þátttakandi.

Áhersla Utís 2020 á Sauðárkróki breytist örlítið með þessu þar sem færri fyrirlestrar verða þar og lengri vinnustofur, meiri tími til þess að vinna saman og enn meiri ‘hands-on’ vinna eins og áhersla hefur verið á.

Það er ekkert því til fyrirstöðu að fólk sem kemst að í gegnum umsóknarferlið á Utís 2020 skrái sig einnig á Utís Online og fái þá að sjá fyrirlestra sem ekki verða á Utís 2020. Utís Online er einnig tilvalið fyrir stjórnendur og kennara sem hafa ekki eða komast ekki á Utís og geta því fengið smjörþefinn af því sem fram fer þar.

Þessir viðburðir fara vel saman þar sem fyrirlestrar verða nú aðgengilegir fleirum í gegnum Utís Online og meiri dýpt í vinnustofum á Utís 2020 á Króknum í nóvember.

Umsókn á annað (15.apríl), skráning á hitt (10.maí)

Umsóknir á Utís 2020 opna 15.apríl 2020 og eru 150 sæti í boði. Sú nýjung verður m.a. á Utís 2020 að þeir sem hafa sótt um 3x án þess að komast að fá forgang á Utís 2020.

Skráning á Utís Online hefst 10.maí 2020 og verður ‘fyrstur kemur, fyrstur fær’ .

Heimasíðurnar eru opnar og skulið þið merkja bæði 15.apríl og 10.maí í dagatalið þegar umsóknir/skráningar opna og segja samstarfsfólki að gera slíkt hið sama! Síðan er bara næst að merkja 25-26.sept og/eða 6-7.nóv í dagatalið!

Heimasíða Utís 2020

Heimasíða Utís Online

Vúhú!

Ingvi Hrannar

Ingvi Hrannar Ómarsson

Creator | Educator | Designer | Everything I produce is work in progress | Stanford Alumni in Learning, Design & Technology Twitter: @IngviOmarsson / @IngviHrannar

Leave a Reply

Your email address will not be published. Required fields are marked *